Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum 17. ágúst 2010 05:30 Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira