Skoðun

Engin breyting

Ummæli mín í viðtalsþætti á Rás 2 þann 4. ágúst sl., sem slitin voru úr samhengi við annað sem ég hafði sagt, urðu Fréttablaðinu tilefni fréttar þann 10. ágúst síðastliðinn þó að öllum fjölmiðlum hafi þann 6. ágúst sl. verið send yfirlýsing þar sem tekin voru af öll tvímæli um afstöðu LÍÚ til aðildar Íslands að ESB. Yfirlýsing mín var svohljóðandi:

„Að gefnu tilefni vill undirritaður árétta að engin breyting hefur orðið á afstöðu LÍÚ til aðildar að Evrópusambandinu. Ummæli mín undir lok viðtals í síðdegisþætti á Rás 2 í sl. miðvikudag voru í fréttum RÚV síðar þann sama dag af einhverri ástæðu slitin úr samhengi við annað sem ég hafði sagt fyrr í þættinum.

LÍÚ hefur um árabil lýst þeirri afstöðu samtakanna að Ísland eigi ekki erindi inn í Evrópusambandið. Ríkisstjórn Íslands sótti hins vegar um aðild að ESB þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi - að ná eins góðum samningum fyrir Íslands hönd og kostur væri.

Ég tel að það komi strax í ljós í aðildarviðræðunum, að það eru engin líkindi til þess að við náum viðunandi samningi fyrir Íslands hönd eins og ég lýsti í viðtalinu."

Ég fer þess hér með góðfúslega á leit við fjölmiðla og ýmsa þá sem eru hlynntir aðild að ESB, að þeir láti af því að vitna í ummæli mín með þeim hætti að slíta þau úr samhengi við annað sem sagt var á fyrrgreindum vettvangi.






Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×