Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg 17. ágúst 2010 13:13 Íbúar við Hverfisgötu geta ekki lengur lagt í bílastæði á götunni. Málað verður yfir þau og þau gerð að hjólastíg tímabundið. „Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira