Viðskipti erlent

Kornbann Rússa olli uppnámi á hrávörumörkuðum

Mikið uppnám varð á hrávörumörkuðum síðdegis í gær eftir að rússnesk stjórnvöld tilkynntu um útflutningsbann á korni frá Rússlandi en bannið gildir til áramóta.

Á hveitimarkaðinum í Chicago varð að stöðva viðskiptin skömmu eftir tilkynninguna þar sem verðið hækkaði umfram leyfilega hámarkshækkun innan dagsins sem er 6%. Meiri hækkun varð á mörkuðum í Evrópu eða um 10%.

Verð á hveiti hefur nú hækkað um nær 80% frá því í júní síðastliðnum. Samkvæmt frétt um málið á CNN mun ákvörðun Rússa, sem eru í hópi mestu útflytjenda hveiti í heiminum, koma sér illa við mörg Arabalönd en þangað selja Rússar megnið af uppskeru sinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×