Enski boltinn

Xavi: Fabregas gæti komið í janúar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Xavi og Fabregas eru góðir vinir.
Xavi og Fabregas eru góðir vinir.

„Enginn hjá Barcelona hefur gefist upp á að fá Cesc. Það er alveg klárt mál," segir Xavi, miðjumaður Barcelona.

Börsungum mistókst að landa Cesc Fabregas frá Arsenal í sumar en Xavi telur að önnur tilraun verði gerð þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Ef Arsenal verður langt á eftir Chelsea og Manchester United í deildinni í janúar og úr leik í Evrópukeppninni þá sé ég ekki hvernig hægt er að hindra hann í að koma til okkar," segir Xavi.

„Hann verður að vera hjá félagi þar sem hann getur unnið titla. Án hans á Arsenal ekki neina möguleika á að vinna stóra titla en ef þeir geta ekki sett saman lið til að berjast um þá er ekki sanngjarnt að halda Cesc gegn vilja hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×