Lífið

Mugison samdi útilegulag í jarðarför

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið Stingum af, sem er undir áhrifum frá Gunna Þórðar.  
fréttablaðið/vilhelm
Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið Stingum af, sem er undir áhrifum frá Gunna Þórðar. fréttablaðið/vilhelm
Tónlistarmaðurinn Mugison hefur samið lagið „Stingum af“ sem hann ætlar að frumflytja á nýrri tónlistarhátíð sem verður haldin á Hótel Laugarhóli á Ströndum í dag.

Hann fékk hugmyndina að laginu þegar hann var í jarðarför í Mývatnssveit og samdi það nánast á staðnum, eða í erfisdrykkjunni öllu heldur. Lagið er þó langt í frá einhver jarðarfarasálmur heldur hress útileguslagari í anda Hljóma. „Ég held að Gunnar Þórðarson hafi samið þetta lag með mér. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en ég held ég verði að skrá hann sem meðhöfund að þessu lagi,“ segir Mugison. „Þetta er alveg geðveikt Gunna Þórðar-lag og ég held ég hendi því á Facebook í næstu viku.“

Auk Mugison koma fram á hátíðinni Pétur Ben, Lára Rúnars og hljómsveitin Pollapönk og er aðgangur ókeypis. „Hún Dísa Einars sem er með Laugarhól er föðursystir Rúnu, konunnar minnar. Hún bað okkur um að koma og við ákváðum að kýla saman í gott sprell og taka kassagítarana með. Þetta verður kúl og kasúal með grill í annarri og kassagítarinn í hinni,“ segir Mugison hress að vanda. -fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.