Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 13:52 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira