Föðurlandsást og þjóðernisstefna 21. ágúst 2010 06:00 Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra!
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar