Innlent

Skipið sem kviknaði í var rússneskt - skipverjar heimilislausir

Slökkviliðsmenn á vettvangi. Þrjú reykköfunargengi þurftu að leita að uppruna eldsins. Mynd Sigurjón.
Slökkviliðsmenn á vettvangi. Þrjú reykköfunargengi þurftu að leita að uppruna eldsins. Mynd Sigurjón.

Skipið sem kviknaði í við Hafnafjarðarhöfn er rússneskt en skipverjar búa í skipinu á meðan þeir eru hér á landi. Slökkviliðið hafði ekki slökkt eldinn endanlega en var með fulla stjórn á honum.

Skipverjarnir eru nú í öðru rússnesku skipi sem liggur stutt frá því sem kviknaði í.

Slökkviliðsmenn búast við að eldurinn verði slökktur á næsta klukkutímanum. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsköplum neðanþilja.


Tengdar fréttir

Eldur í skipi slökktur

Slökkviliðið er búið að slökkva eld í skipi sem lá við bryggju nærri Óseyrarbraut í Hafnarfirði nú í kvöld. Slökkvilið frá tveimur slökkviliðstöðum var kallað á vettvang í ljósi aðstæðna. Mikill reykur var í skipinu neðanþilja og þurftu þrjú svokölluð gengi af reykköfurum að leita uppruna eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×