Fæðuöryggi falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar 23. maí 2010 12:45 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram allt tal um fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Mynd/Auðunn Níelsson Hagfræðiprófessor segir fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Hann segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti, og leggur til að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað frá grunni. Íslenskur landbúnaður nýtur einna mests stuðnings í heimi í formi beinna styrkja og innflutningsverndar. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir markmið þessa stuðnings eiga að vera að tryggja bændum tekjur og að tryggja dreifða búsetu á landinu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann segir rökin um fæðuöryggi falsrök og eldgosið í Eyjafjallajökli hafi sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti. Eldgosið hafi kippt rekstrargrundvelli undan búskap á frjósamasta svæði landsins og því megi spyrja hvort matvælaöryggi verði best tryggt með innlendum landbúnaði eingöngu. „Það er í sjálfu sér rétt en það sýnir þrátt fyrir allt það peningaaustur sem þarna á sér hvað þetta er engu að síður veikt,“ segir Þórólfur aðspurður hvort landbúnaður sé ekki stundaður víðar á landinu. Hann segir jafnframt að styrkirnir nægi ekki til að tryggja bændum viðunandi tekjur og vill endurskoða landbúnaðarkerfið. „Það þarf að endurskoða kerfið frá grunni. Menn ættu að hugaleiða að heimila miklu meiri innflutning á landbúnaðarafurðum. Ég er sannfærður um að það verður áfram landbúnaður í landinu en hann mun ekki framleið allt það sama og verið er að framleiða núna,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að aukinn innflutningur matvæla geti átt hlut í matvælaöryggi þjóðarinnar og spyr hvort íslenskur landbúnaður gæti staðist áraunina ef klippt yrði á innflutning aðfanga til greinarinnar. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hagfræðiprófessor segir fæðuöryggi þjóðarinnar vera falsrök fyrir miklum styrkjum til landbúnaðar. Hann segir eldgosið í Eyjafjallajökli hafa sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti, og leggur til að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað frá grunni. Íslenskur landbúnaður nýtur einna mests stuðnings í heimi í formi beinna styrkja og innflutningsverndar. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir markmið þessa stuðnings eiga að vera að tryggja bændum tekjur og að tryggja dreifða búsetu á landinu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann segir rökin um fæðuöryggi falsrök og eldgosið í Eyjafjallajökli hafi sýnt fram á það með áþreifanlegum hætti. Eldgosið hafi kippt rekstrargrundvelli undan búskap á frjósamasta svæði landsins og því megi spyrja hvort matvælaöryggi verði best tryggt með innlendum landbúnaði eingöngu. „Það er í sjálfu sér rétt en það sýnir þrátt fyrir allt það peningaaustur sem þarna á sér hvað þetta er engu að síður veikt,“ segir Þórólfur aðspurður hvort landbúnaður sé ekki stundaður víðar á landinu. Hann segir jafnframt að styrkirnir nægi ekki til að tryggja bændum viðunandi tekjur og vill endurskoða landbúnaðarkerfið. „Það þarf að endurskoða kerfið frá grunni. Menn ættu að hugaleiða að heimila miklu meiri innflutning á landbúnaðarafurðum. Ég er sannfærður um að það verður áfram landbúnaður í landinu en hann mun ekki framleið allt það sama og verið er að framleiða núna,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að aukinn innflutningur matvæla geti átt hlut í matvælaöryggi þjóðarinnar og spyr hvort íslenskur landbúnaður gæti staðist áraunina ef klippt yrði á innflutning aðfanga til greinarinnar.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira