Viðtal við Megas: Eins og hver annar iðnaðarmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. maí 2010 08:00 Megas segir lög sín koma úr djúpunum og þræða rænuna og lógíska hugsun. Hann semur oftast í kollinum og skrifar lögin fullbúin á blað. Hann leikur á tónleikum Listahátíðar annan í hvítasunnu. Vísir/Stefán Megas hefur verið iðinn undanfarin ár og gefið út fjölda hljómplatna. Hann leikur á tónleikum í Háskólabíói á annan í hvítasunnu en það er stærsta innlenda atriðið sem er í boði á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. „Minn agent, Rúnar nokkur Birgisson, var að pæla í hljómleikum og einhvern veginn lágu saman leiðir þeirra, listahátíðarnefndar og hans. Þá kom á daginn að þeir höfðu áhuga á að hafa mig sem íslenskt akt á listahátíð og það varð að samkomulagi. Svo kom á daginn að prísar hafa stigið svo hrikalega á leigu á Laugardalshöllinni og öllu sem því við kemur, að það er eiginlega vonlaust fyrir aðra en innanhússíþróttamenn eða pólitíska flokka að vera þar. Ég tilheyri hvorugum flokknum og verð því í Háskólabíói annan í hvítasunnu." Megas hefur áður leikið í Háskólabíói, en þeir Bubbi og Hörður Torfa héldu þar alnæmistónleika árið 1988. Hann segir fáa hafa sótt þá, enda hafi menn óttast að smitast af alnæmi á tónleikunum. Þeir komu síðar út á myndbandi, en það gekk þó ekki þrautalaust. „Upplagið sem kom á markaðinn reyndist ýmist með okkur í mynd, en hljóð frá einhverri amerískri glæpafilmu, eða með hljóðið frá okkur undir sömu glæpamynd. Einhver þriðjungur af upplaginu var með þetta komplett."Tónleikarnir á Listahátíð verða margskiptir og færði Megas sum laga sinna í hátíðarbúning í tilefni af þeim.Kvartett verður kvintett Tónleikarnir verða margskiptir. Megas hefur leik með rokkbandi, síðan verður hann órafmagnaður, eða því sem næst, þá kemur kór ættaður austan úr sveitum á svið með Megasi. Að hléi loknu leikur strengjakvintett undir með honum, þá tekur hann nokkur órafmögnuð lög á ný og keyrir svo upp kraftinn með rokkinu að lokum. Megas segir að hann hafi ákveðið að færa sum laganna í hátíðarbúning í tilefni Listahátíðarinnar og þannig sé strengjakvintettinn til kominn. „Ég ákvað að hafa þetta í seilingarfjarlægð. Rúnar kom fram með það að það væru hægust heimatökin að nýta son minn, Þórð, sem er, andstætt mér, menntað tónskáld. Eiginkona hans er Bryndís Halla þannig að það voru hægust heimatökin að fá hjá honum útsetningar og hún sankaði að sér fiðlumeisturum. Upphaflega var þetta kvartett en úr þessu varð kvintett, bassanum var bætt við." Hvað kórinn varðar er þetta sá sami og Megas söng með í Skálholti fyrir um tíu árum. „Ég kalla þetta alltaf barnakór, vegna þess að þetta var barnakór þegar ég byrjaði að syngja með honum í Skálholti, en það eru liðin um það bil tíu ár síðan þannig að þetta eru engin börn lengur. En það er sama yndislega sándið. Hilmar Örn Agnarson stýrir og ég bað þau að hjálpa mér með þriðja hlutann. Ég verð ekki í stórri rullu en ég syng nú með hópnum. Tónarnir voru svo fallegir frá stúlkunum að ég vildi trítla sem léttast um því þetta naut sín svo vel."Herra Áni Maðkur Árið 1978 gaf Megas út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. Hann segir hugmyndina hafa komið frá Páli Baldvini Baldvinssyni, sem hafi ráðlagt honum að gera eitthvað "karríervænt". „Ég tók mig til að lagði drögin að þessari Ódysseifskviðu um daginn hjá barni. Ég studdist við það sem ég upplifði sjálfur og svo hafði ég tvær litlar telpur mér til ráðgjafar um hvað væri enn þá aktúelt. Ég felldi út það sem var komið endanlega út, en bætti við öðru. Ég þekkti til dæmis Ugla sat á kvisti, en hafði ekki þekkingu á því, sem ég lærði í gegnum þessar stelpur, að það endaði með Flintstone og frú á Freyjugötu þrjú. Ég bætti því náttúrulega við til að uppdatera." Í vor tók Megas síðan þátt í listahátíð barna í Listasafni Íslands. Börnin fengu það verkefni að hanna hýbýli hinna ýmsu dýra og varð úr mikið þéttbýli hvar steypireiður og kanína bjuggu hlið við hlið. Megas samdi síðan lög sem flutt voru á hátíðinni. „Ég var fenginn til að vera svona vox animale, að túlka hugmyndir dýranna. Ég hreifst mjög mikið af þessu, að vera svolítið frjáls með dýrin, svo ég útbjó maðkkríuna, sem er bæði kría og ánamaðkur. Ég gerði lag um hana út frá hennar sjónarmiðum. Svo er til kvæðið Heiðlóan eftir Jónas Hallgrímsson, sem endar nú heldur illa, alla étið hafði þá, hrafn fyrir hálfri stundu. Ég bjó því til haflóuna. Haflóan lifir yfir sjávarhveli jarðar og þar gerir hún sér hreiður í skýjunum og þar er enginn hrafn til að angra hana." Til að ná til barnanna gerði Megas persónur úr dýrunum. Til dæmis söng hann um Herra Ána Maðk og frú Ánu og lagði áherslu á að það væru grimm öfl í veröldinni sem tækju þessi þarfadýr og notuðu til annarra nytja en upphaflega stóð til. „Hilmar Örn Hilmarsson gerði sándskeip á bak við músík frá mér. Hann var að tala um að hann þyrfti að bæta sitt karma varðandi ánamaðka, því hann hefði verið svo mikið í að tína þá og selja veiðimönnum. Hann hafði vont karma og ætlaði að bæta fyrir með því að lýsa því nærgætið hvað ánamaðkurinn heyrði og því sem hann skynjaði þegar hann var að skríða um." Lögin urðu sjö og Megas segir að mögulega komi þau út á hljómplötu, ásamt einþáttungum og fleiru sem í boði var á hátíðinni.Megas segist yfirleitt semja í kollinum og síðan lagfæra lögin á píanói eða strömma á gítar.Vakna ekki alltaf átta Megas hefur verið mjög virkur undanfarin ár og því liggur beint við að spyrja hvort hann sé alltaf að semja. „Ég vakna nú ekki alltaf átta á morgnana og vinn til tólf á miðnætti, en það er alltaf eitthvað að gerast í kollinum. Þetta er bara lífsstíll til að lifa af, til að forðast krabbamein sem menn fá í hugsunina. Þá losnar maður við böggið með því að gera texta eða lag. Svo verður að hafa í huga að láta grasið ekki gróa of hátt undir iljunum á sér." Mögulega kemur út plata í sumar, en Megas vill lítið um hana tala. Nokkrar hugmyndir séu til að lögum en menn eigi eftir að fara í eigin þrælkunarbúðir og ljúka þeim. En semur hann þannig með hljómsveitinni eða sækir hann í lagabanka? „Oftast er ég með lagabanka, en oft eru í þeim banka lög sem ég hef ekki nennt að fullgera. Það er kannski einhver hugmynd sem ég er ekki búinn að útfæra til hlítar og þegar ég tek hana með mér í stúdíó þá set ég á mig pressu. Það er gjarnan þannig að þá fullgerast lögin sem hafa legið fyrir í grófri mynd í bankanum. Bankinn hýsir bæði fullgerða hluti og eitthvað sem við myndum kalla ófullgerða hluti. Svo eru í þessum banka lög sem eru samin kannski fyrir löngu síðan og ekki þykja boðleg. Svo tek ég þau kannski upp einhverjum árum seinna og þá allt í einu smellur allt saman. Það er eins og þá hafi lögin gerjast og eru tilbúin nokkrum árum seinna, hafa unnið sér þegnrétt og eru nothæf. Þannig var með nokkur lög á píanóplötu okkar Jóns Ólafssonar. Þar voru lög sem ég hafði alveg stimplað út af. Ég var búinn að klára þau, hver nóta var á sínum stað og hvert atkvæði, en mér fannst það bara ekki ganga upp. Svo líða ár og ég kíki á þetta aftur og þá allt í einu hefur eitthvað gerst."Ekkert færari iðnaðarmaður Fyrsta lagið sem Megas samdi var Gamli sorrí Gráni, en þá var hann rétt skriðinn á annan tuginn í aldri. Gráni á sér fyrirmynd. Í Öskjuhlíð var gamall jálkur í skúr og þeir félagarnir léku sér að því að ríma um hann. Megas fór síðan heim og raðaði því besta í texta „og gerði svo voðalega tregafulla ballöðu við og það eignaðist sitt líf og lifir enn. Það verður tekið með kvintettinum í mjög góðri marcia funebre, eða grave funebre. Þetta verður jarðarfararmars à la marsinn hans Chopin." Á dögunum hitti Megas mann sem man vel eftir hrossinu í Öskjuhlíð. „Það var um tíma í einhverju tilteknu hrörlegu húsi sem nú er löngu rifið. Þar var hestur sem mátti trúlega kalla Grána, hann var þannig á litinn, og var greinilega mjög úr heimi hallur. Mér þóknast að fá þarna vitni. Dýrið átti sér þá eftir allt saman jarðneska tilvist einhvern tímann í kringum 1956." Er einhver þráður í því sem þú hefur samið? „Nei, ekki prógressívur þráður endilega. Mér sýnist ég ekki hafa neitt, jú kannski að einhverju svolitlu leyti en ekki í neinum stórkostlegum atriðum, orðið neitt færari iðnaðarmaður. Þess vegna geta lög sem ég samdi þegar ég var ellefu ára alveg eins gengið með lögum sem ég samdi þegar ég var fertugur."Nota sniðugt trix ef ég finn það Megas segist sækja sér innblástur víða og hann hikar ekki við að nappa sniðugum hlutum komi hann auga á þá. „Fortíðin og framtíðin hafa náttúrulega fullt af hlutum sem geta inspírerað mann, sama úr hvaða geira tónlistarinnar það kemur. Stravinskí var nú fljótur að ná sér í negrataktinn og blús og því um líkt og taka með sér til Evrópu. Í þessum vandræðum sem nýrómantíkin átti þegar hún gat ekki þróast öðruvísi en að stækka hljómsveitirnar, þá fór hann aftur til baka um 600 ár og fór að fikta við stef úr gamalli rússneskri músík. Þaðan kom hann með sína útgáfu af nútímamúsík; tónalítet, það er að segja þegar tvær tóntegundir eru í gangi samtímis og póliryþmík, að breyta ört um takt. Þetta var byggt á ævafornri músík. Leitar þú í eitthvað þegar þú semur? „Ég held ég hafi verið þannig í gegnum tíðina að ef ég sé sniðugt trix þá nota ég það, sama hvar ég finn það. Sniðugt trix er alltaf sniðugt trix. Ef maður er nógu klókur til að sjá sniðugt trix í fortíðinni þá er alveg eins víst að maður sjái fyrir sér sniðugt trix í framtíðinni. En nútíðin, hlustarðu mikið á nýja tónlist? „Já, já. Þegar maður hefur nú einhverja áratugi lagt að baki þá sér maður hvað hlutirnir eru mikið oft að endurtaka sig í mismunandi versjónum. Þegar rappið fór að gera sig gildandi þá rifjaðist upp fyrir manni Subterranean Homesick Blues með Dylan. Það virðast koma byltingarkenndar breytingar en þegar skoðað er inn í kjarnann, þá er manneskjan alltaf búin til úr sama efninu. Það hefur ekkert breyst."Óbrenglað úr djúpunum Semurðu á gítar eða píanó? „Ég er nú ekki með neitt píanó hér. Ég sem yfirleitt í kollinum og síðan lagfæri ég það kannski á píanói eða strömma á gítar. Ég er þá venjulega með hugmyndir um strúktúr í kollinum og skrifa jafnvel lagið heilt upp. Síðan geri ég á því breytingar í samræmi við ytri veruleika. Kollurinn er kannski of lítið formúlukenndur, það verður að tengja þetta raunveruleikanum. Ég hef nú lent í því að skrifa melódíu alveg og prófa hana ekki einu sinni, heldur setja hana beint í munninn á söngkonu með gríðarlega vondum tónbilum og erfiðum stökkum. Og djúpin eru, jafnvel þó þau þræði rænuna og lógíska hugsun, þá getur komið út úr því eitthvað mjög skemmtilegt. Eins og Guðmundur Pétursson sagði: Þegar maður spilar á hljómleikum þá verður maður að vera rænulaus til þess að það komi óbrenglað úr djúpunum sem þaðan vill koma." Lög Megasar bera það mörg með sér að legið hafi verið yfir hljómastrúktúr og tónbilum. Gerir hann það alltaf? „Jú, jú, ég er bara eins og hver annar iðnaðarmaður í þessari grein. Maður er að gera einhverja hluti sem er erfitt að gera, við skulum segja eins og tíundarstökk - að stökkva upp um tíund, eða niður um tíund - sem maður skyldi halda að væri óþarft því tónninn sem maður fer á er á milli. En að stökkva svona langt niður, það er svolítið sjaldgæft. Og ef maður hugsar eins og iðnaðarmaður: „Helvíti var þetta vel fellt hjá mér." Síðan þegar neytandinn tekur við því, þá er þetta bara einhver brúkshlutur. Og þegar þessi læknismeðöl min gegn æxli í hugsun geta orðið einhverjum að gagni, geta orðið brúkshlutur, þá er náttúrulega tilganginum náð. Þá er ég að gera eitthvað fyrir sjálfan mig sem gengur líka upp fyrir aðra." Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Megas hefur verið iðinn undanfarin ár og gefið út fjölda hljómplatna. Hann leikur á tónleikum í Háskólabíói á annan í hvítasunnu en það er stærsta innlenda atriðið sem er í boði á Listahátíð í ár. Megas ræddi við Kolbein Óttarsson Proppé um tónleikana, tíundastökk og lögin sem koma úr djúpinu og eru honum vörn gegn krabbameini í hugsun en verða svo öðrum brúkshlutir. „Minn agent, Rúnar nokkur Birgisson, var að pæla í hljómleikum og einhvern veginn lágu saman leiðir þeirra, listahátíðarnefndar og hans. Þá kom á daginn að þeir höfðu áhuga á að hafa mig sem íslenskt akt á listahátíð og það varð að samkomulagi. Svo kom á daginn að prísar hafa stigið svo hrikalega á leigu á Laugardalshöllinni og öllu sem því við kemur, að það er eiginlega vonlaust fyrir aðra en innanhússíþróttamenn eða pólitíska flokka að vera þar. Ég tilheyri hvorugum flokknum og verð því í Háskólabíói annan í hvítasunnu." Megas hefur áður leikið í Háskólabíói, en þeir Bubbi og Hörður Torfa héldu þar alnæmistónleika árið 1988. Hann segir fáa hafa sótt þá, enda hafi menn óttast að smitast af alnæmi á tónleikunum. Þeir komu síðar út á myndbandi, en það gekk þó ekki þrautalaust. „Upplagið sem kom á markaðinn reyndist ýmist með okkur í mynd, en hljóð frá einhverri amerískri glæpafilmu, eða með hljóðið frá okkur undir sömu glæpamynd. Einhver þriðjungur af upplaginu var með þetta komplett."Tónleikarnir á Listahátíð verða margskiptir og færði Megas sum laga sinna í hátíðarbúning í tilefni af þeim.Kvartett verður kvintett Tónleikarnir verða margskiptir. Megas hefur leik með rokkbandi, síðan verður hann órafmagnaður, eða því sem næst, þá kemur kór ættaður austan úr sveitum á svið með Megasi. Að hléi loknu leikur strengjakvintett undir með honum, þá tekur hann nokkur órafmögnuð lög á ný og keyrir svo upp kraftinn með rokkinu að lokum. Megas segir að hann hafi ákveðið að færa sum laganna í hátíðarbúning í tilefni Listahátíðarinnar og þannig sé strengjakvintettinn til kominn. „Ég ákvað að hafa þetta í seilingarfjarlægð. Rúnar kom fram með það að það væru hægust heimatökin að nýta son minn, Þórð, sem er, andstætt mér, menntað tónskáld. Eiginkona hans er Bryndís Halla þannig að það voru hægust heimatökin að fá hjá honum útsetningar og hún sankaði að sér fiðlumeisturum. Upphaflega var þetta kvartett en úr þessu varð kvintett, bassanum var bætt við." Hvað kórinn varðar er þetta sá sami og Megas söng með í Skálholti fyrir um tíu árum. „Ég kalla þetta alltaf barnakór, vegna þess að þetta var barnakór þegar ég byrjaði að syngja með honum í Skálholti, en það eru liðin um það bil tíu ár síðan þannig að þetta eru engin börn lengur. En það er sama yndislega sándið. Hilmar Örn Agnarson stýrir og ég bað þau að hjálpa mér með þriðja hlutann. Ég verð ekki í stórri rullu en ég syng nú með hópnum. Tónarnir voru svo fallegir frá stúlkunum að ég vildi trítla sem léttast um því þetta naut sín svo vel."Herra Áni Maðkur Árið 1978 gaf Megas út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. Hann segir hugmyndina hafa komið frá Páli Baldvini Baldvinssyni, sem hafi ráðlagt honum að gera eitthvað "karríervænt". „Ég tók mig til að lagði drögin að þessari Ódysseifskviðu um daginn hjá barni. Ég studdist við það sem ég upplifði sjálfur og svo hafði ég tvær litlar telpur mér til ráðgjafar um hvað væri enn þá aktúelt. Ég felldi út það sem var komið endanlega út, en bætti við öðru. Ég þekkti til dæmis Ugla sat á kvisti, en hafði ekki þekkingu á því, sem ég lærði í gegnum þessar stelpur, að það endaði með Flintstone og frú á Freyjugötu þrjú. Ég bætti því náttúrulega við til að uppdatera." Í vor tók Megas síðan þátt í listahátíð barna í Listasafni Íslands. Börnin fengu það verkefni að hanna hýbýli hinna ýmsu dýra og varð úr mikið þéttbýli hvar steypireiður og kanína bjuggu hlið við hlið. Megas samdi síðan lög sem flutt voru á hátíðinni. „Ég var fenginn til að vera svona vox animale, að túlka hugmyndir dýranna. Ég hreifst mjög mikið af þessu, að vera svolítið frjáls með dýrin, svo ég útbjó maðkkríuna, sem er bæði kría og ánamaðkur. Ég gerði lag um hana út frá hennar sjónarmiðum. Svo er til kvæðið Heiðlóan eftir Jónas Hallgrímsson, sem endar nú heldur illa, alla étið hafði þá, hrafn fyrir hálfri stundu. Ég bjó því til haflóuna. Haflóan lifir yfir sjávarhveli jarðar og þar gerir hún sér hreiður í skýjunum og þar er enginn hrafn til að angra hana." Til að ná til barnanna gerði Megas persónur úr dýrunum. Til dæmis söng hann um Herra Ána Maðk og frú Ánu og lagði áherslu á að það væru grimm öfl í veröldinni sem tækju þessi þarfadýr og notuðu til annarra nytja en upphaflega stóð til. „Hilmar Örn Hilmarsson gerði sándskeip á bak við músík frá mér. Hann var að tala um að hann þyrfti að bæta sitt karma varðandi ánamaðka, því hann hefði verið svo mikið í að tína þá og selja veiðimönnum. Hann hafði vont karma og ætlaði að bæta fyrir með því að lýsa því nærgætið hvað ánamaðkurinn heyrði og því sem hann skynjaði þegar hann var að skríða um." Lögin urðu sjö og Megas segir að mögulega komi þau út á hljómplötu, ásamt einþáttungum og fleiru sem í boði var á hátíðinni.Megas segist yfirleitt semja í kollinum og síðan lagfæra lögin á píanói eða strömma á gítar.Vakna ekki alltaf átta Megas hefur verið mjög virkur undanfarin ár og því liggur beint við að spyrja hvort hann sé alltaf að semja. „Ég vakna nú ekki alltaf átta á morgnana og vinn til tólf á miðnætti, en það er alltaf eitthvað að gerast í kollinum. Þetta er bara lífsstíll til að lifa af, til að forðast krabbamein sem menn fá í hugsunina. Þá losnar maður við böggið með því að gera texta eða lag. Svo verður að hafa í huga að láta grasið ekki gróa of hátt undir iljunum á sér." Mögulega kemur út plata í sumar, en Megas vill lítið um hana tala. Nokkrar hugmyndir séu til að lögum en menn eigi eftir að fara í eigin þrælkunarbúðir og ljúka þeim. En semur hann þannig með hljómsveitinni eða sækir hann í lagabanka? „Oftast er ég með lagabanka, en oft eru í þeim banka lög sem ég hef ekki nennt að fullgera. Það er kannski einhver hugmynd sem ég er ekki búinn að útfæra til hlítar og þegar ég tek hana með mér í stúdíó þá set ég á mig pressu. Það er gjarnan þannig að þá fullgerast lögin sem hafa legið fyrir í grófri mynd í bankanum. Bankinn hýsir bæði fullgerða hluti og eitthvað sem við myndum kalla ófullgerða hluti. Svo eru í þessum banka lög sem eru samin kannski fyrir löngu síðan og ekki þykja boðleg. Svo tek ég þau kannski upp einhverjum árum seinna og þá allt í einu smellur allt saman. Það er eins og þá hafi lögin gerjast og eru tilbúin nokkrum árum seinna, hafa unnið sér þegnrétt og eru nothæf. Þannig var með nokkur lög á píanóplötu okkar Jóns Ólafssonar. Þar voru lög sem ég hafði alveg stimplað út af. Ég var búinn að klára þau, hver nóta var á sínum stað og hvert atkvæði, en mér fannst það bara ekki ganga upp. Svo líða ár og ég kíki á þetta aftur og þá allt í einu hefur eitthvað gerst."Ekkert færari iðnaðarmaður Fyrsta lagið sem Megas samdi var Gamli sorrí Gráni, en þá var hann rétt skriðinn á annan tuginn í aldri. Gráni á sér fyrirmynd. Í Öskjuhlíð var gamall jálkur í skúr og þeir félagarnir léku sér að því að ríma um hann. Megas fór síðan heim og raðaði því besta í texta „og gerði svo voðalega tregafulla ballöðu við og það eignaðist sitt líf og lifir enn. Það verður tekið með kvintettinum í mjög góðri marcia funebre, eða grave funebre. Þetta verður jarðarfararmars à la marsinn hans Chopin." Á dögunum hitti Megas mann sem man vel eftir hrossinu í Öskjuhlíð. „Það var um tíma í einhverju tilteknu hrörlegu húsi sem nú er löngu rifið. Þar var hestur sem mátti trúlega kalla Grána, hann var þannig á litinn, og var greinilega mjög úr heimi hallur. Mér þóknast að fá þarna vitni. Dýrið átti sér þá eftir allt saman jarðneska tilvist einhvern tímann í kringum 1956." Er einhver þráður í því sem þú hefur samið? „Nei, ekki prógressívur þráður endilega. Mér sýnist ég ekki hafa neitt, jú kannski að einhverju svolitlu leyti en ekki í neinum stórkostlegum atriðum, orðið neitt færari iðnaðarmaður. Þess vegna geta lög sem ég samdi þegar ég var ellefu ára alveg eins gengið með lögum sem ég samdi þegar ég var fertugur."Nota sniðugt trix ef ég finn það Megas segist sækja sér innblástur víða og hann hikar ekki við að nappa sniðugum hlutum komi hann auga á þá. „Fortíðin og framtíðin hafa náttúrulega fullt af hlutum sem geta inspírerað mann, sama úr hvaða geira tónlistarinnar það kemur. Stravinskí var nú fljótur að ná sér í negrataktinn og blús og því um líkt og taka með sér til Evrópu. Í þessum vandræðum sem nýrómantíkin átti þegar hún gat ekki þróast öðruvísi en að stækka hljómsveitirnar, þá fór hann aftur til baka um 600 ár og fór að fikta við stef úr gamalli rússneskri músík. Þaðan kom hann með sína útgáfu af nútímamúsík; tónalítet, það er að segja þegar tvær tóntegundir eru í gangi samtímis og póliryþmík, að breyta ört um takt. Þetta var byggt á ævafornri músík. Leitar þú í eitthvað þegar þú semur? „Ég held ég hafi verið þannig í gegnum tíðina að ef ég sé sniðugt trix þá nota ég það, sama hvar ég finn það. Sniðugt trix er alltaf sniðugt trix. Ef maður er nógu klókur til að sjá sniðugt trix í fortíðinni þá er alveg eins víst að maður sjái fyrir sér sniðugt trix í framtíðinni. En nútíðin, hlustarðu mikið á nýja tónlist? „Já, já. Þegar maður hefur nú einhverja áratugi lagt að baki þá sér maður hvað hlutirnir eru mikið oft að endurtaka sig í mismunandi versjónum. Þegar rappið fór að gera sig gildandi þá rifjaðist upp fyrir manni Subterranean Homesick Blues með Dylan. Það virðast koma byltingarkenndar breytingar en þegar skoðað er inn í kjarnann, þá er manneskjan alltaf búin til úr sama efninu. Það hefur ekkert breyst."Óbrenglað úr djúpunum Semurðu á gítar eða píanó? „Ég er nú ekki með neitt píanó hér. Ég sem yfirleitt í kollinum og síðan lagfæri ég það kannski á píanói eða strömma á gítar. Ég er þá venjulega með hugmyndir um strúktúr í kollinum og skrifa jafnvel lagið heilt upp. Síðan geri ég á því breytingar í samræmi við ytri veruleika. Kollurinn er kannski of lítið formúlukenndur, það verður að tengja þetta raunveruleikanum. Ég hef nú lent í því að skrifa melódíu alveg og prófa hana ekki einu sinni, heldur setja hana beint í munninn á söngkonu með gríðarlega vondum tónbilum og erfiðum stökkum. Og djúpin eru, jafnvel þó þau þræði rænuna og lógíska hugsun, þá getur komið út úr því eitthvað mjög skemmtilegt. Eins og Guðmundur Pétursson sagði: Þegar maður spilar á hljómleikum þá verður maður að vera rænulaus til þess að það komi óbrenglað úr djúpunum sem þaðan vill koma." Lög Megasar bera það mörg með sér að legið hafi verið yfir hljómastrúktúr og tónbilum. Gerir hann það alltaf? „Jú, jú, ég er bara eins og hver annar iðnaðarmaður í þessari grein. Maður er að gera einhverja hluti sem er erfitt að gera, við skulum segja eins og tíundarstökk - að stökkva upp um tíund, eða niður um tíund - sem maður skyldi halda að væri óþarft því tónninn sem maður fer á er á milli. En að stökkva svona langt niður, það er svolítið sjaldgæft. Og ef maður hugsar eins og iðnaðarmaður: „Helvíti var þetta vel fellt hjá mér." Síðan þegar neytandinn tekur við því, þá er þetta bara einhver brúkshlutur. Og þegar þessi læknismeðöl min gegn æxli í hugsun geta orðið einhverjum að gagni, geta orðið brúkshlutur, þá er náttúrulega tilganginum náð. Þá er ég að gera eitthvað fyrir sjálfan mig sem gengur líka upp fyrir aðra."
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira