Enski boltinn

Maxi Rodriguez og Alberto Aquilani byrja báðir á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vonbrigði Alberto Aquilani halda áfram.
Vonbrigði Alberto Aquilani halda áfram. Mynd/AFP

Rafel Benitez tók Ítalann Alberto Aquilani út úr byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni á eftir og það þrátt fyrir að liðið sé án Steven Gerrard, Fernando Torres og Yossi Benayoun.

Alberto Aquilani situr því enn einu sinni á bekknum og með honum þar verður nýjasti leikmaður félagsins, Maxi Rodriguez.

Javier Mascherano kemur aftur inn í lið Liverpool eftir fjögurra leikja bann og þeir Fabio Aurelio og David Ngog eru einnig í byrjunarliði Liverpool.

Sotirios Kyrgiakos tekur sæti Daniel Agger í vörninni.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Insua, Degen, Lucas, Mascherano, Aurelio, Kuyt, Ngog.

Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Riera, Maxi, Spearing, Darby, Pacheco

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×