Jafnrétti ein af forsendum hagsældar 6. mars 2010 06:00 Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttismál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefnuröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatímum í upphafi tuttugustu aldarinnar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegnum árin og haldið er upp á hann með ýmsum móti. Það segir ýmislegt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttudaginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verkafólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi.. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagnvart konumr viðgengst enn ,þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismálin séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum. Það er skoðun SFR að ef einhverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismálum, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefnuröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og loftlagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, lagahliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönnunum þar sem launamunur kynjanna er m.a. mældur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dregið aðeins úr kynbundnum launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efnahagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru líklegrii til að tilheyra þeim tekjuhópum sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur samfélagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþættingu í verki og tökum jafnréttisvinkilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla!
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun