Beyoncé apar eftir E-label 14. ágúst 2010 10:00 Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir eiga saman hönnunarmerkið E-label. Söngkonan Beyoncé bættist í hóp viðskiptavina merkisins í nóvember í fyrra. Hér má sjá myndir af umræddum buxum og getur nú hver dæmt fyrir sig. Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira