Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það? Sverrir Árnason skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun