Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það? Sverrir Árnason skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar. Sá sem þetta skrifar hefur verið starfandi í faginu í sjö ár. Ég hóf starf á Keflavíkurflugvelli, á meðan Bandaríkjaher var við stjórnvölinn. Þar gekk ég í gegnum grunnþjálfun í fræðum og sinnti venjubundnum störfum slökkviliðsmanna en þó á ameríska vísu. Árið 2005 þreytti ég inntökupróf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Grunnkröfur eru: iðnmenntun eða sambærileg menntun, meirapróf og gott líkamlegt ástand. Inntökuprófin sjálf taka um 6 vikur, þar sem þreyttar eru ýmsar þrautir sem skera úr um hver er hæfur og hver ekki. Eftir ráðningu situr maður grunnnám í sjúkraflutningum sem gerir mann að sjúkraflutningamanni (EMT-B), fornám slökkviliðsmanns sem gerir manni kleift að stunda reykköfun með reyndum manni og sinna almennum störfum á neyðarvettvangi. Þá tekur við vaktavinna þar sem maður kynnist starfinu betur og ef vel gengur stendur manni til boða fastráðning að 6 mánuðum liðnum. Að tæpum þremur árum liðnum sest maður aftur á skólabekk og nemur fræði sem gera mann að neyðarflutningamanni (EMT-I) og nám atvinnuslökkviliðsmanns, þar sem lærð eru fræði sem undirbúa mann fyrir störf á eldvettvangi sem 1. reykkafari, viðbrögð við eiturefnaslysum og efnaköfun, viðbrögð við flugslysum, mengunarslysi í höfnum, björgun fastklemmdra úr bílflökum sem og grunntækni í fjallabjörgun. Að þessu loknu tekur svo við vaktavinna aftur auk reglubundinnar sí- og endurmenntunar. Þrekinu má ekki hraka milli ára svo að sífelld líkamsrækt bæði á og milli vakta er nauðsynleg. Miklar nýjungar eru innleiddar í sjúkraflutningum á hverju ári sem manni ber að kynna sér, sem og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í utanspítalaþjónustu. Ekki má gleyma að halda við þekkingu á þeim fræðum sem manni eru kennd í náminu. Þvælukenndar launatölur frá LN Nú að sjö árum liðnum þigg ég sem atvinnuslökkviliðsmaður og neyðarflutningamaður, 209 þúsund krónur í grunnlaun. Vaktaálag þiggur allt vaktavinnufólk og áhættuálag fáum við greitt fyrir að stunda reykköfun og mæta líkamlegum kröfum til þeirra starfa. Svo detta inn aukavaktir endrum og sinnum. Heildarlaun mín fyrir skatta og skyldur eru því oftast á bilinu 340-360 þúsund krónur á mánuði. Í vasann fæ ég því 230-250 þúsund krónur á mánuði. Fullyrðingar launanefndar sveitarfélaga um laun mín og félaga minna eru því þvælukenndar. Þess ber að geta að boðtæki sem slökkviliðið leggur mér til, gerir það að verkum að ég get verið kallaður út hvenær sólarhrings sem er, allan ársins hring. Svo er ég viss um að mínir nánustu geta vottað að þessi vinna á meira í mér en vaktaskyldan segir til um. Sanngjarnar kröfur Mér þykir ekki ósanngjarnt að fara fram á hækkun á þessum launum. Ég hef menntað mig og þjálfað til að sinna hættulegu og erfiðu starfi sem oft fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag. Betra starf get ég ekki hugsað mér. Ég lifi og hrærist í því alla daga en ég vil geta náð endum vel saman. Sá tími er liðinn að menn gátu unnið við önnur störf milli vakta. Krafan er að geta verið eingöngu slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar