Lífið

Barnaspítali Hringsins fær góða gjöf

Forráðamenn Kringlunnar, Hagkaups og Ljóma færðu Barnaspítala Hringsins 22. desember síðastliðinn að gjöf afrakstur af keppni í piparkökubakstri sem haldinn var í Kringlunni nú í desember til styrktar Barnaspítala Hringsins.

Keppt var í tveimur aldursflokkum, börn yngri en 10 ára og síðan börn 11 til 14 ára. Þemað í piparkökubakstrinum var Ísland, fjöll, hús, dýr og fólk.

Alls söfnuðust 525.000 krónur. Eftirtalin fyrirtæki lögðu keppninni lið með peningagjöfum: Hagkaup, Kringlan, Ljómi, Arion Banki, Vera Moda, Englabörn og Sony Center. Piparkökurnar voru til sýnis í Kringlunni nú í desember. Rikka og Jói Fel völdu sex tillögur sem fengu verðlaun. Vinningshafar fengu gjafabréf frá Kringlunni og bíómiða í Kringlubíó frá Sambíóum.

„Okkur er sönn ánægja að færa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf, sérstaklega þar sem það voru börn sem töku þátt í þessari keppni. Skemmtilegt var að sjá hugmyndir barnanna í bakstrinum. Ég vil þakka öllum fyrir þátttöku í keppninni og þeim fyrirtækjum sem stóðu að þessu með okkur," sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.