Lífið

Fetar í fótspor Díönu

góðhjartaður Harry Bretaprins segir móður sína vera sína helstu fyrirmynd í lífinu.nordicphotos/getty
góðhjartaður Harry Bretaprins segir móður sína vera sína helstu fyrirmynd í lífinu.nordicphotos/getty
Harry Bretaprins heimsótti Þýskaland á dögunum og sagði í viðtali við dagblaðið Bild að hann væri mjög ánægður með trúlofun bróður síns og Kate Middleton.

„Ég hef þekkt Kate í mörg ár núna og það er frábært að hún sé nú loks orðin hluti af fjölskyldunni. Mig hefur alltaf langað í systur og nú hef ég loks eignast hana,“ sagði prinsinn í viðtali við blaðið.

Hann kom fram í sjónvarpssöfnuninni Ein Herz für Kinder þar sem fé var safnað til styrktar veikum börnum. Prinsinn sagði einnig að móðir sín, Díana prinsessa, væri fyrirmynd sín í lífinu. „Ég hugsa um móður mína í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég og bróðir minn hugsum oft: „Hvað mundi móðir okkar hafa gert í þessari stöðu?“ Það hjálpar okkur oft við að taka rétta ákvörðun, enda er hún okkar helsta fyrirmynd í lífinu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.