Lífið

Varð ástfangin af vini sínum

Shania Twain hefur trúlofast unnusta sínum, viðskiptamanninum Frederic Thiebaud.
nordicphotos/getty
Shania Twain hefur trúlofast unnusta sínum, viðskiptamanninum Frederic Thiebaud. nordicphotos/getty
Sveitasöngkonan Shania Twain trúlofaðist kærasta sínum, svissneska viðskiptamanninum Frederic Thiebaud, nýverið. Thiebaud og Twain náðu saman eftir að þáverandi makar þeirra áttu í ástarsambandi. Twain hefur slegið í gegn með lög á borð við You’re Still the One, You’ve Got A Way og That Don’t Impress Me Much og er talin ein ríkasta söngkona heims um þessar mundir.

Twain var áður gift upptökustjóranum Mutt Lange en þau skildu árið 2008 eftir að hún komst að því að Lange væri að halda við ritara sinn sem var jafnframt náin vinkona Twain. Thiebaud, núverandi unnusti Twain, er fyrrum eiginmaður ritarans. Parið varð mjög náið er það studdi hvort annað í gegnum hjónaskilnaði sína og nú hafa þau fundið ástina á ný í örmum hvors annars. „Frederic er góður vinur og sannur herramaður. Við höfum treyst á hvort annað í gegnum erfiða tíma og skiptst á að hífa hvort annað upp,“ sagði Twain um unnusta sinn.

„Ég hef aldrei séð Shaniu jafn hamingjusama. Hún hefur fundið ástina í lífi sínu,“ var haft eftir nánum vini söngkonunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.