Lífið

Paltrow alltaf til staðar

Leikkonan Gwyneth Paltrow segist sakna heimahaganna í Kaliforníu. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í London. 
noricphotos/getty
Leikkonan Gwyneth Paltrow segist sakna heimahaganna í Kaliforníu. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í London. noricphotos/getty
Leikkonan Gwyneth Paltrow á börnin Apple og Moses með eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Paltrow segist njóta þess að eyða tíma með börnum sínum og tekur því ekki að sér kvikmyndahlutverk nema hún sé mjög hrifin af handritinu.

„Mér finnst mjög erfitt að vera frá börnum mínum og geta til dæmis ekki sett þau í háttinn. En þetta er mitt starf og þess vegna reyni ég að velja hlutverkin af kostgæfni. Ég vil ekki dvelja í burtu frá fjölskyldunni nema fyrir mjög gott handrit,“ sagði leikkonan.

Hún sagðist jafnframt gera allt með börnum sínum í þann tíma sem hún er heima. „Ég fylgi þeim í skólann á hverjum degi, aðstoða þau við heimanámið, set þau í bað og kem þeim í rúmið. Þegar ég er heima er ég hundrað prósent til staðar.“ Fjölskyldan hefur verið búsett í London undanfarin ár og viðurkennir Paltrow að hún sakni oft heimahaganna í Kaliforníu.

„Það er dásamlegt að vera í London og okkur líður vel hérna, en auðvitað sakna ég heimahaganna. Ég er hamingjusöm hér en eftir því sem ég eldist finn ég að það er meira og meira sem ég sakna við Kaliforníu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.