Innlent

Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn

Ísbjörninn sem var felldur í Skagafirði. Mynd úr safni.
Ísbjörninn sem var felldur í Skagafirði. Mynd úr safni.

Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum.

Umhverfisstofnun sendi frá sér tilkynningu fyrir stundu þar sem kom fram að ákveðið hafi verið að fella dýrið í staðinn fyrir að reyna að bjarga því. Aðstæður hafi verið slíkar að það hafi reynst heilladrjúgara að aflífa ísbjörninn. Björninn var felldur klukkan 15:40.

Búið er að afturkalla aðstoð frá Landhelgisgæslunni.




Tengdar fréttir

Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr

Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum.

Ísbjörn í Þistilfirði

Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×