Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu 27. nóvember 2010 07:45 Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan.Fréttablaðið/GVA Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira