ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild 27. nóvember 2010 08:30 Graham Avery telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. Mynd/Anton Brink Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira