Starfshópur fer yfir málefni svínaræktar 27. nóvember 2010 12:28 Afskipti fjármálastofnana af svínabúum á landinu hafa verið hroðaleg og haft mjög slæm áhrif á greinina. Þetta segir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Hann hefur skipað starfshóp sem á að fara yfir málefni svínaræktar svo sem út frá dýravernd. Á fundi sem ráðherra hélt með fulltrúum Svínaræktarfélags Íslands, Matvælastofnunar, Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í gær var farið yfir vanda svínaræktar á Íslandi. Greinin hefur á einum áratug gengið í gegnum tvö tímabil offramleiðslu, gjaldþrota og verðfalls afurða. Samhliða hefur þróunin verið í átt að aukinni samþjöppun í eignarhaldi. Mikil afskipti bankastofnana hafa síðan veikt samkeppnisgrundvöll smærri rekstrareininga, svo sem þeirra sem meta dýravernd mikils. En greinin hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni þar sem sumir stórir framleiðendur virðast fara á svig við lög og reglur um dýravernd. „Sum af þessum búum hafa farið í gegnum þrjú gjaldþrot á innan við áratug, þá hafa bankar tekið búin upp á arma sína, afskrifað skuldir þeirra og sett svo framleiðsluna aftur í gang. Þetta skekkir alla vinnu og samkeppnisstöðu þeirra sem reka sín bú út frá sínum eigin forsendum og af hagkvæmni. Þetta líka hefur skekkt alla framleiðslu í svínarækt, orðið til mikillar samþjöppunnar og myndað stórar einingar sem jafnvel eru staðsettar á stöðum sem maður efast um að geti verið réttar miðað við nútímakröfur," segir Jón Bjarnason. Hann hefur kallað saman starfshóp til sem á að fjalla um málið og verður hann skipaður fulltrúum framleiðenda, neytenda og þeirra sem eiga að reyna tryggja dýravernd og eftirlit innan greinarinnar. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Afskipti fjármálastofnana af svínabúum á landinu hafa verið hroðaleg og haft mjög slæm áhrif á greinina. Þetta segir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Hann hefur skipað starfshóp sem á að fara yfir málefni svínaræktar svo sem út frá dýravernd. Á fundi sem ráðherra hélt með fulltrúum Svínaræktarfélags Íslands, Matvælastofnunar, Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í gær var farið yfir vanda svínaræktar á Íslandi. Greinin hefur á einum áratug gengið í gegnum tvö tímabil offramleiðslu, gjaldþrota og verðfalls afurða. Samhliða hefur þróunin verið í átt að aukinni samþjöppun í eignarhaldi. Mikil afskipti bankastofnana hafa síðan veikt samkeppnisgrundvöll smærri rekstrareininga, svo sem þeirra sem meta dýravernd mikils. En greinin hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni þar sem sumir stórir framleiðendur virðast fara á svig við lög og reglur um dýravernd. „Sum af þessum búum hafa farið í gegnum þrjú gjaldþrot á innan við áratug, þá hafa bankar tekið búin upp á arma sína, afskrifað skuldir þeirra og sett svo framleiðsluna aftur í gang. Þetta skekkir alla vinnu og samkeppnisstöðu þeirra sem reka sín bú út frá sínum eigin forsendum og af hagkvæmni. Þetta líka hefur skekkt alla framleiðslu í svínarækt, orðið til mikillar samþjöppunnar og myndað stórar einingar sem jafnvel eru staðsettar á stöðum sem maður efast um að geti verið réttar miðað við nútímakröfur," segir Jón Bjarnason. Hann hefur kallað saman starfshóp til sem á að fjalla um málið og verður hann skipaður fulltrúum framleiðenda, neytenda og þeirra sem eiga að reyna tryggja dýravernd og eftirlit innan greinarinnar.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira