Guðmundur í stærsta starfi handboltaheimsins Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. júlí 2010 10:00 Fréttablaðið/Diener Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera." Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Skartgripamógúllinn Jesper Nielsen er eigandi danska ofurliðsins AG København og aðaleigandi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögunum en fyrr á þessu ári var hann ráðinn til AG til að byrja með. Starfssvið hans hefur nú verið stækkað. Íþróttastjórastarfið hjá AG var einstakt í handboltanum og að vera með sama titil hjá einu allra besta liði Þýskalands gerir það enn stærra. Störfin gerast vart stærri í handboltaheiminum en annar Íslendingur, Alfreð Gíslason, stýrir Kiel sem er líklega stærsta þjálfarastarf handboltaheimsins. „Ég er að vinna með Jesper fyrir bæði félögin en það er mikið samstarf á milli þeirra. Ég sinni ýmsum verkefnum hjá Rhein-Neckar Löwen sem snúa að íþróttalegu hliðinni hjá félaginu. Þar á meðal eru leikmannamál og ég vinn að því að finna leikmenn fyrir félögin," segir Guðmundur. Hann segir að þrátt fyrir að hann sé að vinna fyrir tvö félög séu engir hagsmunaárekstrar í starfinu. „Þetta fer mjög vel saman. Þetta skarast ekkert og það er ekkert erfitt að velja hvaða leikmenn fara hvert ef ég finn einhvern," segir Guðmundur og bætir við að hugsanlega sé hægt að flytja leikmenn á milli félaganna. „Það er möguleiki á því ef þörf er á en það yrði sameiginleg ákvörðun á milli okkar og þjálfaranna, auk þess sem það þyrfti að gera í félagaskiptaglugganum og eftir öllum reglum." Sem dæmi um samstarfið á milli félaganna eru þau nú bæði með liðin á Spáni í sameiginlegum æfingabúðum. Liðin spila æfingaleik í dag og hafa ráðið Claes Hellgren sem markmannsþjálfara fyrir bæði félögin. Guðmundur verður áfram búsettur í Kaupmannahöfn en hann kemur til með að ferðast mikið til Þýskalands. Um einn og hálfur tími í flugi er til Heidelberg þar sem hans önnur bækistöð verður. Guðmundur er einnig ánægður með hversu vel starfið fellur að hinu starfi hans, sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þar sem ég vinn mikið í Danmörku og Þýskalandi fæ ég tækifæri til að sjá mikið af leikjum hjá Íslendingunum. Starf mitt felst að hluta til í því að horfa á leiki og greina þá. Auk þess eru auðvitað íslenskir landsliðsmenn hjá báðum félögum," segir Guðmundur sem nýtur svo liðsinnis Óskars Bjarna Óskarssonar með leikmenn heima á Íslandi. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson eru á mála hjá Rhein-Neckar Löwen og Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hjá AG. Sá síðastnefndi kom einmitt til liðsins frá Löwen. Guðmundur hefur þegar fengið Ólaf Guðmundsson til AG frá FH þar sem hann verður í láni á næsta tímabili. Guðmundur útilokar ekki að fleiri íslenskir leikmenn komi til félaganna. Guðmundur fær fullan stuðning til að halda áfram með íslenska landsliðið. „Þetta starf gerir það að verkum að ég kem enn ferskari inn í störf fyrir landsliðið. Ef ég væri aðalþjálfari hjá stóru félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfinu væri ég kannski þreyttari. Það verður ekki uppi á teningnum og þetta verður engin kvöð. Ég get fengið mína útrás fyrir þjálfun með landsliðinu sem ég bíð spenntur eftir að gera."
Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira