Hinn árlegi héraðsbrestur 5. mars 2010 06:00 Ár hvert verður héraðsbrestur á Íslandi. Það er þegar tilkynnt er um starfslaun til listamanna. Þannig hefur það verið lengur en elstu menn muna, t.d. árið 1907 þegar þingmaður einn spurði hvort greiða ætti fólki laun fyrir að þegja? En það ár hlutu styrki Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson, Benedikt Gröndal, Valdimar Briem, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Torfhildur Hólm, svo nokkur séu nefnd. Umræðan heyrir undir fasta liði eins og venjulega og væri ekki umtalsverð að þessu sinni nema af því að allt undangengið ár hefur varla liðið svo dagur að landsmenn hafi ekki verið fræddir um milljarða og aftur milljarða sem hafi gufað upp eða verið komið fyrir í skattaskjólum – á þeirra kostnað. Þeim mun undarlegra að í miðju því fári skuli þeir vera til sem sjá ofsjónum yfir 350 milljónum sem fara til að styrkja listastarfsemi í landinu – sem þó leggur 4% til þjóðarbúsins, helmingi meira en landbúnaður svo dæmi sé tekið – án þess að með þeim samanburði sé ætlunin að varpa rýrð á hina líkamlegu næringu. Ef við tökum rithöfunda sérstaklega þá koma í þeirra hlut 505 mánaðarlaun (sem að vísu teldust ekki nema hálfsmánaðarlaun á mælikvarða sumra eða 260 þúsund brúttó á mánuði). En þessi 505 mánaðarlaun knýja síðan hin frægu hjól atvinnulífsins: prentsmiðjur, bókaútgáfur, bókaverslanir, bókasöfn, leikhús, auglýsingastofur, leggja blöðum og tímaritum og útvarpsþáttum til efni og fá skólakerfinu eitthvað til að hugsa um. Hvað er þá í vegi? Jú, af því á milli launanna og launþegans er engin stimpilklukka, það þarf ekki að ræsa 1200 kg af járni, gleri og gúmmíi og aka á tiltekinn stað í bæjarlandinu, það er hægt að vinna vinnuna heima hjá sér, þessvegna á inniskóm með ókembt hár. Karlssynir skyldu samt hafa í huga að til þess að eiga möguleika á þessum launum þurfa menn að sækja um þau, gera ítarlega grein fyrir þeim verkum sem þeir eru að vinna, lista upp það sem þeir hafa gert áður og eru út úr myndinni um aldur og ævi ef þeir standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru. Tökum íslenska rithöfunda sérstaklega. Íslendingar eru jú bókmenntaþjóð, hér er gefið út firnafár af bókum og bókasöfn slá hvert útlánametið á fætur öðru. Sem breytir ekki því að málsvæðið er svo lítið að það ber ekki uppi stétt atvinnuhöfunda án ytri atbeina. Lítum á tölurnar. Meðal upplag af skáldverki er þúsund eintök, sem er risavaxið, jafngildir milljón eintökum í USA. Eitt þúsund eintök skila um 600 þúsund krónum í ritlaun – brúttó – og þá er horft fram hjá kostnaði við að vinna verkið, húsnæði, tækjabúnaði, gögnum… Höfundur er að meðaltali 2 ár að vinna verk sem sómi er að, það gera 300 þúsund á ári – brúttó – í stuttu máli ólaunað starf. Gott og vel, látum rithöfundinn snúa upp tánum, en í fallinu tekur hann með sér prentsmiðjurnar, bókaútgáfurnar, bókaverslanirnar, bókasöfnin, auglýsingastofurnar, leikhúsin og eitthvað fátæklegra yrði um að litast í hugbúnaði þjóðarinnar. Þannig að samfélagið ákveður að það vilji að hér séu skrifaðar bókmenntir og ver til þess 160 milljónum árlega en uppsker milljarða í beinhörðum peningum að ógleymdu því sem mölur og ryð fá ekki grandað. En svo er líka annað. Það eru örlög Íslendinga að vera skapandi þjóð. Þeir voru rifnir upp úr heimkynnum sínum í árdaga og settir niður hér svo að segja á óþekktri reikistjörnu og þurftu að hafa fyrir því að búa allt til upp á nýtt. Taka upp úr töskum hugans: trú, siði, skáldskap, ættfræði, örnefni… Þeir eru ásamt Færeyingum einasta dæmið í nútíma um þjóð sem hefur komið að ónumdu landi. Fyrir bragðið geta Færeyingar ekki hætt að dansa og Íslendingum er áskapað að tjá sig og skapa. Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skulum láta eins og það hafi ekki átt sér stað. Jú annars, við skulum gera það að árvissum atburði og tilefni til að varpa ljósi á heildarmyndina. Höfundur er formaður Rithöfundasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert verður héraðsbrestur á Íslandi. Það er þegar tilkynnt er um starfslaun til listamanna. Þannig hefur það verið lengur en elstu menn muna, t.d. árið 1907 þegar þingmaður einn spurði hvort greiða ætti fólki laun fyrir að þegja? En það ár hlutu styrki Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson, Benedikt Gröndal, Valdimar Briem, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Torfhildur Hólm, svo nokkur séu nefnd. Umræðan heyrir undir fasta liði eins og venjulega og væri ekki umtalsverð að þessu sinni nema af því að allt undangengið ár hefur varla liðið svo dagur að landsmenn hafi ekki verið fræddir um milljarða og aftur milljarða sem hafi gufað upp eða verið komið fyrir í skattaskjólum – á þeirra kostnað. Þeim mun undarlegra að í miðju því fári skuli þeir vera til sem sjá ofsjónum yfir 350 milljónum sem fara til að styrkja listastarfsemi í landinu – sem þó leggur 4% til þjóðarbúsins, helmingi meira en landbúnaður svo dæmi sé tekið – án þess að með þeim samanburði sé ætlunin að varpa rýrð á hina líkamlegu næringu. Ef við tökum rithöfunda sérstaklega þá koma í þeirra hlut 505 mánaðarlaun (sem að vísu teldust ekki nema hálfsmánaðarlaun á mælikvarða sumra eða 260 þúsund brúttó á mánuði). En þessi 505 mánaðarlaun knýja síðan hin frægu hjól atvinnulífsins: prentsmiðjur, bókaútgáfur, bókaverslanir, bókasöfn, leikhús, auglýsingastofur, leggja blöðum og tímaritum og útvarpsþáttum til efni og fá skólakerfinu eitthvað til að hugsa um. Hvað er þá í vegi? Jú, af því á milli launanna og launþegans er engin stimpilklukka, það þarf ekki að ræsa 1200 kg af járni, gleri og gúmmíi og aka á tiltekinn stað í bæjarlandinu, það er hægt að vinna vinnuna heima hjá sér, þessvegna á inniskóm með ókembt hár. Karlssynir skyldu samt hafa í huga að til þess að eiga möguleika á þessum launum þurfa menn að sækja um þau, gera ítarlega grein fyrir þeim verkum sem þeir eru að vinna, lista upp það sem þeir hafa gert áður og eru út úr myndinni um aldur og ævi ef þeir standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru. Tökum íslenska rithöfunda sérstaklega. Íslendingar eru jú bókmenntaþjóð, hér er gefið út firnafár af bókum og bókasöfn slá hvert útlánametið á fætur öðru. Sem breytir ekki því að málsvæðið er svo lítið að það ber ekki uppi stétt atvinnuhöfunda án ytri atbeina. Lítum á tölurnar. Meðal upplag af skáldverki er þúsund eintök, sem er risavaxið, jafngildir milljón eintökum í USA. Eitt þúsund eintök skila um 600 þúsund krónum í ritlaun – brúttó – og þá er horft fram hjá kostnaði við að vinna verkið, húsnæði, tækjabúnaði, gögnum… Höfundur er að meðaltali 2 ár að vinna verk sem sómi er að, það gera 300 þúsund á ári – brúttó – í stuttu máli ólaunað starf. Gott og vel, látum rithöfundinn snúa upp tánum, en í fallinu tekur hann með sér prentsmiðjurnar, bókaútgáfurnar, bókaverslanirnar, bókasöfnin, auglýsingastofurnar, leikhúsin og eitthvað fátæklegra yrði um að litast í hugbúnaði þjóðarinnar. Þannig að samfélagið ákveður að það vilji að hér séu skrifaðar bókmenntir og ver til þess 160 milljónum árlega en uppsker milljarða í beinhörðum peningum að ógleymdu því sem mölur og ryð fá ekki grandað. En svo er líka annað. Það eru örlög Íslendinga að vera skapandi þjóð. Þeir voru rifnir upp úr heimkynnum sínum í árdaga og settir niður hér svo að segja á óþekktri reikistjörnu og þurftu að hafa fyrir því að búa allt til upp á nýtt. Taka upp úr töskum hugans: trú, siði, skáldskap, ættfræði, örnefni… Þeir eru ásamt Færeyingum einasta dæmið í nútíma um þjóð sem hefur komið að ónumdu landi. Fyrir bragðið geta Færeyingar ekki hætt að dansa og Íslendingum er áskapað að tjá sig og skapa. Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skulum láta eins og það hafi ekki átt sér stað. Jú annars, við skulum gera það að árvissum atburði og tilefni til að varpa ljósi á heildarmyndina. Höfundur er formaður Rithöfundasambands Íslands.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun