Rebbie Jackson, eldri systir Michael Jackson, segir sjokkerandi gögn koma fram í réttarhöldunum yfir einkalækni söngvarans í júní.
Læknirinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi en heldur því fram að Michael hafi sjálfur sprautað sig með banvænum lyfjaskammti.
Jackson-fjölskyldan heldur því fram að fleiri séu ábyrgir fyrir dauða söngvarans og ýjaði Rebbie Jackson að því í viðtali. ,,Það er mjög líklegt. Ég get ekki sagt meira. Verð að passa mig á því að spilla ekki rannsókninni. En þetta verður mjög áhugavert," sagði systirin.
Systir Michael Jackson boðar sjokkerandi gögn

Tengdar fréttir

Læknirinn verst með augum Michael Jackson
Einkalæknir söngvarans Jackson að hafi sjálfur kreist lyfjapoka af slíkum krafti að hann fékk of stóran skammt og dáið með galopin augu.