Mahamadou Diarra, miðjumaður Real Madrid og landsliðs Malí, er á óskalista þýska liðsins FC Bayern. Louis van Gaal, þjálfari Bæjara, er hrifinn af leikmanninum.
Real Madrid er tilbúið að selja Diarra sem hefur ekki náð að brjóta sér leið í liðið eftir að hafa jafnað sig af erfiðum meiðslum.
Van Gaal vonast til að Diarra sýni sömu takta hjá FC Bayern og hann gerði hjá franska liðinu Lyon áður en hann hélt til Madrídar.