Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew á mikilli siglingu

Hlutabréf í Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur, hafa verið á mikill siglingu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Hafa þau hækkað um 5% frá opnun markaðarins. Þar með hafa bréfin hækkað um tæp 127% frá áramótum.

Straumur heldur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%.

Ástæðan fyrir hækkuninni er sú að Royal Unibrew hefur enn uppfært væntingar sínar um hagnað ársins. Unibrew gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins, fyrir skatta, nemi 355 til 375 milljónum danskra kr. eða hátt í átta milljörðum kr. Fyrri væntingar gerðu ráð fyrir hagnaði upp á 310 til 360 milljónir danskra kr.

Í frétt um málið á busness.dk segir að þar að auki hefur stjórn Unibrew lofað hluthöfum arðgreiðslum upp á 200 milljónir danskra kr. á næsta ári. Samkvæmt því yrði hlutur íslensku eigendanna samtals tæplega 22 milljónir danskra kr. eða rúmlega 400 milljónir kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×