Innlent

Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn.

Alls var um 36 milljónir rúmar að ræða. Féð geymdi hann á reikningi hjá Kaupþingi. Hann hugðist greiða peninginn til baka en hann tapaðist í bankahruninu 2008.

Samkvæmt dómsorði var Jón dæmdur fyrir fjársvik 4. maí síðastliðinn. Eignir hans, íbúð og bíll, voru kyrrsett vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×