Sætuefnin fjölga fyrirburum 16. júlí 2010 03:45 Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira