Kattafárið komið til Hafnarfjarðar: Villiköttur meig í stigagangi SB skrifar 16. júlí 2010 16:51 Þennan villikött handsamaði arkítektinn Jakob Líndal í Hafnarfirði. Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði. Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði.
Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27
Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16