Formúla 1

Vettel: Mikilvægast að Webber var ómeiddur

Tveir Bretar og einn Þjðóðverji sem vann, rétt eins og í fótboltaleiknum á HM í gær. Lewis Hamilton, Sebastian Vetttel og Jenson Button.
Tveir Bretar og einn Þjðóðverji sem vann, rétt eins og í fótboltaleiknum á HM í gær. Lewis Hamilton, Sebastian Vetttel og Jenson Button.
Sebastian Vettel var að vonum ánægður að hafa sigrað í Formúlu 1 mótinu í Valencia í gær, en sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að mest um vert hefði verið að liðsfélagi hans Mark Webber slapp ómeiddur frá keppninni. Webber tókst á loft þegar hann keyrði Red Bull bíl sínum aftan á Heikki Kovalainen, fór á hvolf í loftinu en endaði svo á kviðnum á mikilli ferð inn í öryggisvegg. Webber slapp ómeiddur og sömuleiðis Kovalainen. "Það sem er mikilvægast í dag er að Mark lenti í óhappi og er í lagi. Þetta sýnir öryggi bílanna, en það eru enn hættur í íþróttinni", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel fylgdist með Þýsklandi vinna England í fótboltaleiknum í gær, eftir að hann kom í endarmark og var því tvöföld gleði í hans huga í gær. Það var þó ekki gleði hjá öllum innan Red Bull, sem er lið með bækistöð í Englandi og marga enska starfsmenn. "Ég var dálítið hissa að vinna mótið, en er ánægður að allt gekk vel. Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað myndi breytast þegar öryggisbíllinn kom út, en svo fékk Lewis Hamilton akstursvíti, sem auðveldaði okkur lífið", sagði Vettel á f1.com. "Við erum samt ekki efstir í stigamótinu, en við erum á réttri leið. Við verðum að ljúka öllum mótum, jafnvel þó maður nái bara öðru, þriðja eða fjórða sæti. Það er lexía sem við erum búnir að læra",. sagði Vettel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×