Bárður Eyþórsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.
Þar kom fram að Bárður hafi beðist lausnar af persónulegum ástæðum. Honum er þakkað fyrir vel unnin störf.
Tomas Holton mun nú taka við þjálfun Fjölnis sem varð í níunda sæti Iceland Express-deildar karla og rétt svo missti af sæti í úrslitakeppninni.
Bárður hættur hjá Fjölni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði
Fótbolti




„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn