Innlent

Vændiskaupendur til ákæruvaldsins

Catalina Mikue Ncogo Rannsókn á starfsemi hennar á lokasprettinum.
Catalina Mikue Ncogo Rannsókn á starfsemi hennar á lokasprettinum.

Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kaup á vændi eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins greiddu kaupendur um tuttugu þúsund krónur fyrir þjónustuna í hvert skipti. Enginn þeirra mun hafa keypt vændisþjónustuna ítrekað.

Hvað varðar rannsókn lögreglu á vændisstarfsemi Catalinu er hún á lokastigi, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknarlögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er þó komin dagsetning á hvenær þau gögn verða send ákæruvaldinu.

Catalina situr í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×