Lífið

Fráskilin byrjuð með módeli

Kate Winslet. MYND/Cover Media
Kate Winslet. MYND/Cover Media

Kate Winslet, 34 ára, sem skildi við leikstórann Sam Mendes fyrr á þessu ári, á í ástarsambandi við fyrirsætuna Louis Dowler, 34 ára.

„Louis hefur eytt miklum tíma með Kate. Þau voru bæði stödd í New York fyrir stuttu þar sem þau léku saman í auglýsingu. Þeim kemur mjög vel saman," er haft eftir heimildarmanni.

Louis Dowler.

Parið, sem var kynnt fyrir hvort öðru í byrjun sumars, reynir allt hvað það getur til að halda sambandinu frá athygli fjölmiðla.

Kate á sex ára gamlan son, Joe, með Sam og 9 ára gamla dóttur, Miu með fyrsta eiginmanni sínum, Jim Threapleton. Hún býr í New York með börnum sínum.

Síðan okkar á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.