Viðskipti erlent

Indverjar hanna ódýrustu fartölvu heimsins

Indverjar hafa hannað litla fartölvu sem á aðeins að kosta rúmlega 4.000 krónur þegar hún verður sett á markað. Verður hún þar með ódýrasta fartölvan á markaðinum.

Tölvan er einkum ætluð námsmönnum en hún er með snertiskjá, 2 gígabæta vinnsluminni og keyrir á Linux stýrikerfinu. Talvan verður sett á markað á næsta ári.

Samkvæmt frétt á Reuters eru hönnuðir tölvunnar með áfom upp um að gera hana enn ódýrari í innkaupum og reikna með að hún muni kosta rúmlega 2.000 krónur innan fárra ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×