Lífið

Félagar þrátt fyrir ólíkar skoðanir

Lagið mun hljóma á væntanlegri plötu Erps.
Lagið mun hljóma á væntanlegri plötu Erps.

„Við erum góðir félagar og maður lætur þetta ekkert á sig fá," segir Erpur Eyvindarson rappari um samstarf hans og söngvarans Henrik Biering í laginu Keyrumettígang en það hefur vakið athygli að kapparnir eru á sitthvorum endanum í pólitík. Erpur er þekktur fyrir að liggja ekki á sínum vinstrisinnuðum stjórnmálaskoðunum á meðan Henrik er sjálfstæðismaður.

„Já, ég reyni nú bara að komast hjá því að ræða um pólitík við hann," viðurkennir Henrik sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistabransanum. „Ég hef áður gefið út lagið íslenskt bagg, sem varð nokkuð vinsælt," segir Henrik en hann sem er nýkomin heim úr námi í Danmörku og stefnir í viðskiptafræði í Háskóla Íslands í haust. „Ég ætla mér að halda áfram í tónlistinni og mun örugglega troða upp með Erpi á einhverjum tónleikum í vetur. Við erum góðir félagar og stjórnmálaskoðanir skipta ekki máli"

Lagið, sem einnig er með söngvaranum Friðriki Dór, er unnið af strákunum í Stop Wait Go og hefur notið vinsælda upp á síðkastið. Það mun hljóma á á væntanlegri plötu Erps og á Pottþétt 53.

„Ég þekki allskonar fólk og læt það ekki á mig fá þótt hann sé með aðra skoðun en ég. Það væri samt ekkert verra ef Henrik mundi hætta þessu sjálfstæðisrúnki sínu," segir Erpur hlæjandi og bætir við að fyrst Davíð Oddson og Þórarinn Eldjárn hafi getað unnið saman í gamla daga, en þeir voru saman með þætti á útvarpstöðinni Matthildur, þá ættu þeir Henrik ekki að vera í vandræðum með sitt samstarf í tónlistinni. - áp

Lagið má heyra hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.