Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga 26. júlí 2010 08:00 Paula Wagner ásamt Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. Wagner og Cruise hafa unnið náið saman á undanförnum árum. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristinn Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæðastimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn, sem starfar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwina Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Impossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrjun júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust viðræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norður var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðandafélagi Bandaríkjanna, The Producers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samframleiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi einmitt líka. Um 20% myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangurinn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leikstjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í höndum þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“