Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin 26. júlí 2010 05:30 Ásgeir Margeirsson Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira