Enski boltinn

Enginn leikur hjá Man. United um helgina - völlurinn frosinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það kuldalegt í Englandi.
Það kuldalegt í Englandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er búið að fresta leik Blackpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem að heimavöllur nýliðanna, Bloomfield Road, er frosinn og því óleikhæfur.

Peter Walton, dómari leiksins, skoðaði aðstæður í dag og ákváð í framhaldinu að fresta leiknum. Walton sagði að stór hluti vallarins myndi ekki náð að þiðna í tíma fyrir leikinn sem átti að fara fram á morgun.

Bloomfield Road er ekki upphitaður eins og leikvangar flestra liða í ensku úrvalsdeildinni en vallarstarfsmennirnir höfðu verið að reyna að nota hitablásara til þess að þíða völlinn.

Manchester United komst á toppinn í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en Chelsea og Arsenal eiga nú möguleika á að taka efsta sætið með sigrum í sínum leikjum á morgun. Chelsea tekur á móti Everton og Arsenal fær Fulham í heimsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×