Íslenski boltinn

Stjarnan samdi við Marel, Ólaf og Danry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marel og Ólafur voru mættir á blaðamannafundinn áðan.
Marel og Ólafur voru mættir á blaðamannafundinn áðan. Mynd/Valli

Knattspyrnudeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá samningum við þá Marel Baldvinsson, Ólaf Karl Finsen og Dennis Danry.

Marel var samningslaus en hafði reyndar lýst því yfir að hann væri hættur í fótbolta. Hann hafnaði því að halda áfram með Val á dögunum.

Ólafur Karl kemur að láni frá AZ Alkmaar en hann hefur verið að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum.

Danry var eftisóttur af mörgum félögum hér heima enda stóð hann sig mjög vel með Þrótti. Hann ákvað þó að semja við Stjörnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×