Viðskipti erlent

Coca-Cola skilaði rjómauppgjöri á öðrum ársfjórðung

Gosdrykkjarisinn Coca-Cola skilaði skilaði góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi ársins.

Hagnaðurinn var töluvert yfir væntingum sérfræðinga og nam tæplega 2,4 milljörðum dollara eða tæplega 300 milljörðum kr. Þetta er 16% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Í frétt um málið á BBC segir að tekjur Coca-Cola hafi aukist um 4,8% á fjórðungnum en það er einkum að þakka aukinni sölu í Suður-Ameríku, Afríku og hluta af Asíu.

Mesti framgangurinn var á Indlandi þar sem salan jókst um 22% og í Brasilíu þar sem söluaukningin nam 13% miðað við sama tímabil í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×