Lífið

Hvítvín og sígó á föstudagskvöldum

Katie Holmes. MYND/Cover Media
Katie Holmes. MYND/Cover Media

Leikkonan Katie Holmes, sem á 4 ára dóttur, Suri, með eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise, segist ekki geta verið án fjölskyldunnar.

„Á hverjum degi hvetur Tom mig til góðra verka. Dóttir mín gefur mér líka svo óendanlega mikið. Við erum samhent og njótum þess að vera með hvort öðru. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra," sagði Katie.

Við könnuðum á meðal lesenda Lífsins á síðunni okkar á Facebook hverju þeir gætu alls ekki verið án. Viðbrögðin voru góð og svörin létu ekki á sér standa. Eins og sjá má eru þarfirnar mismunandi:

„Snakk, sex, línuskautarnir mínir, hvítvín og sígó á föstudagskvöldum."

„Get ekki verið án kærleiks, gleði í hjarta, söng á vörum, faðmlaga og kossa og þakklætis fyrir að fá þetta allt á hverjum degi."

„Þá er það minn fallegi eiginmaður og börn."

„Grænt te, svo hollt og gott."

„Tölvunnar."

„Ég tel mig ekki geta verið án kókos ilmvatnsins míns og sweet chilli teið mitt frá yogi tea... þetta er ég alltaf með á mér no matter what hehe."

„Sund."

„Fjölskyldunnar. fyndnu kjánahrolls augnablikin sem voru svo vandræðaleg akkúrat þá en hafa fært bros og hlátur ætíð síðan."

„Dóttur minnar og mannsins míns,þau eru mér allt."

Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna. Vertu með okkur hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.