Blikar úr leik í Evrópudeildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 20:59 Markmaður Motherwell lokar markinu í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey) Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira