Agent Fresco tekur upp fimmtán laga konseptplötu 22. júlí 2010 06:00 Agent Fresco í Orgelsmiðjunni þar sem nýja platan er tekin upp. fréttablaðið/rósa „Ég er virkilega spenntur fyrir plötunni og er ánægður með útkomuna eins og þetta lítur út núna,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Hljómsveitin er byrjuð að taka upp fyrstu breiðskífu sína í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Upptökurnar áttu að hefjast formlega í ágúst en þeim hefur verið flýtt lítillega. „Þetta kostar ógeðslega mikinn næturtíma en þetta verður vel þess virði,“ segir Arnór Dan. Fimmtán lög verða á plötunni þar sem ákveðin heildarmynd verður í gangi. Slíkar plötur kallast konseptplötur á ensku, en Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum og Animals með Pink Floyd eru á meðal þekktari plötum í þeim flokki. „Lögin tengjast pínulítið en aðallega textarnir,“ segir söngvarinn. Agent Fresco hefur verið ein mest spennandi hljómsveit landsins frá því að hún vann Músiktilraunir árið 2008. Hljómsveitin var sigursæl það ár og vann einnig íslensku undankeppnina fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands. Enn á eftir að ráða nýjan bassaleikara í Agent Fresco. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hætti Borgþór Jónsson, einn af stofnendum sveitarinnar. Vignir úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni og Helgi Eyjólfsson úr Fjallabræðrum koma til greina í hans stað og hafa þeir eitthvað spilað með sveitinni að undanförnu. Í hljóðverinu hefur gítarleikarinn Þórarinn Guðnason séð um að taka upp flesta grunnbassana en ef sveitin þarf á kontrabassaleikara að halda eru aðrir kallaðir til leiks. Nýja platan er væntanleg í búðir í október eða nóvember og bíða íslenskir rokkunnendur óþreyjufullir eftir henni. Tvö ár eru liðin síðan EP-plata sveitarinnar, Lightbulb Universe, kom út. freyr@frettabladid.is Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir plötunni og er ánægður með útkomuna eins og þetta lítur út núna,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Hljómsveitin er byrjuð að taka upp fyrstu breiðskífu sína í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Upptökurnar áttu að hefjast formlega í ágúst en þeim hefur verið flýtt lítillega. „Þetta kostar ógeðslega mikinn næturtíma en þetta verður vel þess virði,“ segir Arnór Dan. Fimmtán lög verða á plötunni þar sem ákveðin heildarmynd verður í gangi. Slíkar plötur kallast konseptplötur á ensku, en Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum og Animals með Pink Floyd eru á meðal þekktari plötum í þeim flokki. „Lögin tengjast pínulítið en aðallega textarnir,“ segir söngvarinn. Agent Fresco hefur verið ein mest spennandi hljómsveit landsins frá því að hún vann Músiktilraunir árið 2008. Hljómsveitin var sigursæl það ár og vann einnig íslensku undankeppnina fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands. Enn á eftir að ráða nýjan bassaleikara í Agent Fresco. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hætti Borgþór Jónsson, einn af stofnendum sveitarinnar. Vignir úr Ultra Mega Technobandinu Stefáni og Helgi Eyjólfsson úr Fjallabræðrum koma til greina í hans stað og hafa þeir eitthvað spilað með sveitinni að undanförnu. Í hljóðverinu hefur gítarleikarinn Þórarinn Guðnason séð um að taka upp flesta grunnbassana en ef sveitin þarf á kontrabassaleikara að halda eru aðrir kallaðir til leiks. Nýja platan er væntanleg í búðir í október eða nóvember og bíða íslenskir rokkunnendur óþreyjufullir eftir henni. Tvö ár eru liðin síðan EP-plata sveitarinnar, Lightbulb Universe, kom út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira