Massa ósáttur við eigin árangur 22. júlí 2010 11:42 Felipe Massa er ekki ánægður með gengi sitt í síðustu mótum. Mynd: Getty Images Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá. Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá.
Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira