Viðskipti erlent

Sala á kampavíni gefur merki um að kreppunni sé lokið

Framleiðendur kampavíns í Frakklandi greina nú frá því að sala á kampavíni hafi rokið upp á síðustu mánuðum. Þetta er tekið sem merki um að kreppunni sé lokið og að efnahagur landa víða um heiminn fari nú batnandi.

Samkvæmt frétt á Reuters eru það einkum dýrari tegundir kampavíns sem seljast vel þessa daganna. Þannig hefur framleiðandinn Vranken-Pommery tilkynnt að salan hjá þeim hafi aukist um 52% á öðrum ársfjórðingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Remy Cointreau segir að kampavínssalan hjá sér hafi aukist um 23% á síðustu þremur mánuðum. Laurent-Perrier greinir frá því að sala þeirra á kampavíni hafi aukist um 17% einkum vegna aukins útflutnings til Bretlands, Bandaríkjanna og Asíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×