Lífið

Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu

alfrun@frettabladid.is skrifar
Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi.
Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi.

„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds.

Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld.

Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí.

Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi.

Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.