Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður garðar örn úlfarsson skrifar 1. júlí 2010 07:15 Margbæta þurfti gönguskó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“ Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira