Nafli alheimsins Guðmundur Andri Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:45 Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun